Prédikun flutt í Grafarvogskirkju annan sunnudag í aðventu.
Syndin mín
Ég ætla að byrja á að gera játningu.
Þegar kemur að syndajátningunni í messunni þá er mín játning nær undantekningarlaust að ég hef hugsað illt um náunga minn. Stundum tala ég líka illa um fólk við mína nánustu trúnaðarvini því mér finnst gott að fá útrás einhvers staðar fyrir mínar lægstu og verstu tilfinningar. Stundum þegar ég tala illa um einhverja manneskju þá er það til þess gert að hefja sjálfa mig upp. Því stundum sækir að mér sú afleita hugsanavilla að ef eitthvað annað fólk er fullt ágætis þá geti ég ekki verið það líka. Svolítið eins og að það sé bara ákveðinn fjöldi fólks sem getur verið í lagi í einu.
Auðvitað er þetta hin mesta vitleysa og á öllum venjulegum dögum veit ég það. En svo dett ég aftur ofan í far syndarinnar og fer að hugsa illa um einhverja manneskju og jafnvel að tala svolítið leiðinlega um hana, allt vegna eigin óöryggis.
Ég kalla þetta synd.
Ég kalla þetta synd vegna þess að gríska orðið yfir synd þýðir, að missa marks. Að syndga er því að skjóta framhjá eða að takast ekki það sem upp var lagt með, að gera mistök.
Ég vil hugsa og tala vel um allt fólk en af einhverjum ástæðum tekst það ekki alltaf og því er þetta synd. Nánar
Nýlegar athugasemdir