Mannætan og himnaríki
Í einni af bókum Astrid Lindgren um Maddid fara börnin í sögunni að tala um himnaríki. Þetta hefst allt með því að Maddid fer að útskýra fyrir hinum hvernig hljóðlát mannæta hreyfir sig. Hún lýsir því með ríku myndmáli hvernig mannætan læðist aftan að trúboðanum, ræðst á hann og borðar hann.
Beta systir hennar fær hroll því það er ljótt að gera svona lagað. Aumingja trúboðinn hefur ekki gert neitt af sér. Hún segir að mannætan muni aldrei komast til himna ef hún hagar sér með þessu móti. Maddid er sammála því að mannætan komist ekki til himna. En svo fer Beta að hugsa málið betur og kemst að þeirri niðurstöðu að mannætan komist víst til himna. Hún kemst til himna vegna þess að hún er með trúboðann í maganum og trúboðinn verður að komast til himna.
Þetta eru frábærar hugleiðingar um himnaríki hjá Astrid Lindgren. Hún bendir okkur þarna á að þetta er ekki svo einfalt með himnaríki og helvíti. Það er ekki svo einfalt að velja hin réttlátu frá þeim ranglátu, að skipta fólki í hin góðu og hin vondu. Í sögunni fæst sú niðurstaða að jafnvel hin ranglátu, þau sem gera vonda hluti, eins og að borða fólk, komist til himnaríkis. Það gerist reynar með hjálp hinna réttlátu.
Boðskapurinn um himnaríki og helvíti hefur alltaf verið okkur kristnu fólki hugleikinn að einhverju marki. Í Biblíunni er talað um himnaríki eða Guðs ríki og helvíti, eða eilífan eld eftir þetta líf. Þar er talað um himnaríki mitt á meðal okkar og það einnig hægt að skilja það sem himnaríki innra með okkur.
Hvað af þessu er nú rétt? Er þetta kannski allt rétt? Getur þetta bæði snúist um innri líðan, stöðu okkar og líðan í þessu lífi og eftir þetta líf? Nánar
Nýlegar athugasemdir