Skip to main content
Monthly Archives

nóvember 2017

orð eða Orð – Dagur Orðsins í Grafarvogskirkju

Eftir Prédikanir

Jólabókaflóð
Við eigum mörg hugtök í íslensku sem ég er ekki viss um að sé til í nokkru öðru tungumáli og eitt þeirra er mér hugleikið þessa dagana. Það er hugtakið “jólabókaflóð”. Í þessu orði felst svo dásamleg myndlíking sem ég held að við tengjum öll við á einhvern hátt. Kannski sjáum við bækurnar fyrir okkur flæða yfir landið eins og snjóinn. Kannski sjáum við þær flæða undan jólatrénu eða út úr bókabúðunum.

Svo lengi sem ég man eftir mér hef ég óskað mér bóka í jólagjöf og ég man ekki eftir bókalausum jólum fram að þessu. Ég er reyndar farin að hlusta mikið á hljóðbækur því sú iðja gerir mörg hversdagsverkin innihaldsríkari. En fyrir jólin drekk ég í mig bókatíðindin af mikill ákvefð og vel mér bækurnar sem mig langar mest að lesa. Og fátt þykir mér jólalegra en að fara á upplestur úr nýjum íslenskum bókum á aðventunni. Mér þykir líklegt að mikið af Íslendingum tengi við þetta.

Það er oft sagt að við séum bókaþjóð og reglulega heyrum við í fjölmiðlum að fólk hafi áhyggjur af því að við lesum minna og að læsi barna hafi minnkað, að of mörg börn geti ekki lesið sér til gagns. Ég held að það sé gott að við höfum þessar áhyggjur, að við látum okkur þetta varða. Því þrátt fyrir að börnin verði læs á margt annað, sem einnig er afar gagnlegt í heimi tölvuleikja og internets, þá opnast okkur nýr heimur þegar við getum farið á vit ævintýra og annarra vídd með hjálp góðrar bókar, þar sem við þurfum að nýta okkar eigin ímyndunarafl. Nánar