Skip to main content
Monthly Archives

júní 2018

Lífstísláskorun

Eftir Prédikanir

I
Áður en ég var samþykkt sem prestsefni í Sænsku kirkjunni fyrir nokkuð mörgum árum þurfti ég að fara í gegnum heilmikið prógramm. Ég þurfti að vinna verkefni, ein og með öðrum. Ég þurfti að fara í viðtöl við presta, djákna, prófast, biskup, lækni og sálfræðing. Það átti sannarlega að ganga úr skugga um að ég væri hæf til þess að vera prestur.. Í einu þessara viðtala var ég beðin um að lýsa bænalífi mínu og sambandi mínu við Guð. Ég verð að viðurkenna að það kom nokkuð á mig enda þótti mér þetta vera mitt einkamál og ekki alveg koma þessum presti við hvernig ég hagaði mínu bænalífi. Ég var byrjuð að hugsa hvernig ég gæti fegrað mitt ófullkomna bænalíf því satt best að segja var það yfirleitt frekar óformlegt auk þess sem ég gleymdi oft að biðja. Ég byrjaði að reyna að stynja einhverju upp en fljótlega ákvað ég að einlægnin væri best og ég sagði honum að ég ætti í mjög persónulegu og óformlegu sambandi við Guð. Að ég talaði við Guð reglulega svolítið eins og vinkonu eða vin en minna færi fyrir fallega orðuðum og formlegum bænum. Og þegar ég var komin á skrið trúði ég honum fyrir því að ég væri alveg viss um að bænin hefði bjargað lífi mínu þegar lífið var sem erfiðast og ég var að ganga í gegnum áföll.

Nú er nokkuð um liðið síðan þetta var en ég er enn í góðu sambandi við það sem ég kalla Guð þó það hafi breyst og þróast með árunum í takt við að guðsmyndin hefur breyst.

Nánar