Skip to main content
Monthly Archives

ágúst 2018

Æ, Guð viltu laga þetta fólk?

Eftir Prédikanir

Prétidkun flutt í Grafarvogskirkju 19. ágúst 2018

o

Ég væri til í að geta farið til Jesú með allt fólk sem hefur aðrar skoðanir og ég á því sem skiptir máli. Fólk sem er leiðinlegt við mig vegna þess að því finnst trú heimskuleg og þolir ekki presta. Fólk sem mér finnst vera vont. Ég væri til í að fara með alla óþekka krakka til Jesú og biðja hann að gera þá þæga. Svo ekki sé minnst á fólk sem beitir ofbeldi, já og forseta Bandaríkjanna og íhaldsama karlinn sem þolir ekki frjálslyndan prest sem auk þess er kona. Jesús má alveg leggja hönd yfir hann og opna augu hans fyrir því að hann hefur rangar skoðanir. Mikið held ég að heimurinn yrði mikið þægilegri ef fólk væri aðeins líkara mér.

Um síðustu helgi tók ég þátt í gleðigöngunni ásamt mörg þúsund manns. Á þessum degi fylltist Reykjavík af alls konar fólki sem vildi sýna að það fagnaði fjölbreytileikanum, að það væri opið fyrir því að við erum ólík og alls konar.

Nánar