Skip to main content
Monthly Archives

september 2017

Þegar neyðin verður pólitísk

Eftir Prédikanir

Þá
Sjáum þetta fyrir okkur:
Maður fer inn í erfiðar aðstæður þar sem veikt fólk liggur um allt og vonleysi ríkir. Þarna er fólk sem hefur verið veikt í fjölda ára og ekki fengið neina hjálp. Sum eru búin að vera veik svo lengi að þau gera sér ekki nokkrar vonir um að ná heilsu á ný. Maðurinn sem kemur inn í aðstæðurnar byrjar ekki á að koma öllum til hjálpar og redda málunum. Nei, hann gengur til veikasta mannsins, sem liggur þarna og hefur verið veikur í 38 ár, og spyr hann hvort hann vilji verða heill. Okkur kann að virðast þetta vera óþörf spurning. Hver vill ekki hjálp eftir 38 ára veikindi?

Maðurinn svarar kannski svolítið út í hött en hann fær lækningu. Hann fær kraftinn til að standa upp og koma sér út úr aðstæðunum sem höfðu lamað þrek hans í næstum 40 ár. Kannski var það spurningin: “Viltu verða heill” sem gaf honum kraftinn. Kannski kom loksins einhver fram við hann eins og hann hefði val. Mögulega fólst í þessari spurningu val um það hvers konar hjálp hann þurfti. Kannski var þetta í fyrsta sinn sem einhver spurði hann hvað hann sjálfur vildi.

Sá sem spurði hvort hann vildi verða heill og hjálpaði honum að koma sér út úr þessum veiku aðstæðum vat Jesús frá Nasaret. Hann hefði svo vel getað komið þarna inn með hroka og veitt þá hjálp sem honum sjálfum fannst þurfa án þess að spyrja hvað hann vildi og hvers hann þarfnaðist. Ja, eða bara gert ekki neitt.

Nánar