Skip to main content
Monthly Archives

apríl 2018

Að trúa með efa og efast með trú

Eftir Prédikanir

Ert þú trúgjörn/trúgjarn? Er auðvelt að fá þig til að trúa hinu og þessu eða efast þú um allt þar til þú færð sannanir sem duga þér?

Ég held að ég sé ekkert sérstaklega trúgjörn. Það er ekki svo auðvelt að plata mig. Held ég. En ég er heldur ekki þannig að ég trúi engu. Ég trúi fullt af hlutum sem ég hef ekki sannreynt sjálf. Ég trúi því að maðurinn minn elski mig þrátt fyrir að ég muni aldrei geta fengið fullkomna sönnun á því. Ég hef ákveðnar vísbendingar um það en síðan verð ég að velja hvort ég trúi því eða ekki.

Í dag er ekkert sérstaklega „inn“ að trúa á Guð, í það minnsta í ákveðnum hópum samfélagsins. Þessir hópar hafa sterka rödd og fá gott rými í fjölmiðlum. Stundum er hæðst að þeim sem trúa og einhvern vegin gert ráð fyrir því að trúað fólk hljóti að vera bókstafstrúar. Það er eitthvað sem ég skrifa ekki undir og hef aldrei gert. Auk þess er bókstafstrú afar sjaldséð meðal leiðtoga Þjóðkirkjunnar. En trúleysi getur svo sem verið jafn bókstaflegt og trú og kannski er auðveldara að gagnrýna trú ef fólk gengur út frá því að hún sé bókstafleg.

Mér finnst töff að trúa en mér finnst það ekki alltaf auðvelt. Það er ekki auðvelt vegna þess að ég efast oft líka. Trú er nefnilega ekki bara eitthvað átakalaust og áhættulaust fyrirbæri, einhver þægilegur dvali. Það getur verið barátta að trúa vegna þess að skynsöm manneskja getur varla trúað án þess að efast. Nánar