Skip to main content
Monthly Archives

nóvember 2016

Áður en ég dey

Eftir Prédikanir

Áður en ég dey
Ef þú ættir aðeins eftir að lifa í átta mánuði og værir við þokkalega heilsu, líkamlega og andlega, hvernig myndir þú verja þessum mánuðum?

Myndir þú gera allt þetta skemmtilega sem þú ert alltaf að fresta eða hefur ekki haft kjark í að framkvæma? Myndir þú sættast við þau sem þú hefur sært eða ert ósátt(ur) við? Myndir þú eyða meiri tíma með fjölskyldunni þinni og vinum. Myndir þú kannski ekki breyta neinu, heldur lifa þínu lífi eins og þú hefur gert hingað til?

Ég rakst á sjónvarpsþátt um daginn sem fjallar um unga konu sem verður hrifin af manni sem sjarmerar hana upp úr skónum. Hann lifir svo spennandi og áhugaverðu lífi. Hann er alltaf að gera eitthvað skemmtilegt og sniðugt. Fljótlega kemst hún að því að hann er búinn að reikna það út að heimurinn muni farast eftir rúmlega átta mánuði þegar lofsteinn mun granda jörðinni. Hann er búinn að búa til langan lista með öllu því sem hann vill koma í verk áður en hann deyr. Nánar