Skip to main content
Monthly Archives

október 2016

Lúther pönk – Tveir prestar um siðbót, kosnigar og áhrif

Eftir Prédikanir

Lúther pönkari
Hugsið ykkur ef ég færi nú hérna út fyrir og myndi negla á útudyrahurðina hér í kirkjunni allt sem mér finnst vera óréttlátt og vont í kirkjunni. Eða kannski allt sem mér finnst vera óréttlátt á Íslandi, sem er alveg þó nokkuð. Ég hefði t.d. getað gert það fyrir kosningar.

Þú gætir líka gert þetta. Þú gætir t.d. farið og neglt upp á útidyrnar í skólanum þínum allt sem þú villt breyta vegna þess að þér finnst það vera ranglátt.

Haldið þið að þetta myndi vekja athygli?

Væri kannski sniðugra að skrifa facebookfærslu eða henda í nokkur tweet? Eða mögulega að skrifa pistil og setja á heimasíðu eða láta birta grein í blöðunum? Hvað með leikna auglýsingu í sjónvarpinu?

Í dag eru margar leiðir til þess að tjá skoðun sína, í það minnsta í okkar heimshluta þar sem málfrelsi ríkir. Og við sem kusum í gær vorum einmitt að segja skoðun okkar á því hvernig við viljum að samfélagið okkar sé og hvaða fólk við viljum að stjórni því fyrir okkur næstu árin. Reyndar getum við ekki kosið nákvæmlega það fólk og þær stefnur sem við vlijum í öllum málum en við getum kosið flokka sem eru búin að setja sér stefnu sem kemst næst því sem við viljum og svo er bara að vona að þetta gangi upp.

Nánar

The good place

Eftir Prédikanir

img_2177

The good place

Ímyndið ykkur hinn fullkomna heim. Þetta er heimur þar sem allt fólk er gott því þangað komast aðeins þau allra bestu. Þau sem hafa helgað líf sitt því að gera öðrum gott og að bæta heiminn. Þennan heim er að finna í sjónvarpsþáttum sem heita “The good place” eða “Góði staðurinn”. Þetta er staðurinn sem góða fólkið fer á þegar það deyr en það er búið að útbúa hina fullkomnu reikniformúlu þar sem allt það góða sem það gerði í lífinu og allt það vonda er tekið saman og fundið út hvaða fólk var best. Þetta fólk er svo gott að það er rétt svo að móðir Theresa komist þarna inn.

Þarna er alltaf gott veður, maturinn fullkominn þ.e. uppáhaldsmatur hvers og eins. Allir íbúarnir búa á drauma heimilinum sínum og hver og einn fær að búa með sínum fullkomna sálufélaga. Þetta gæti ekki verið betra.

Allt er fallegt, gott og fullkomið þar til Eleanor kemur inn í heiminn fyrir mistök. Hún er nefnilega ekkert sérstaklega góð. Hún hafði engan metnað á meðan hún lifði annan en að hafa það sem þægilegast, þurfa að gera sem minnst og var alveg sama þó það væri bæði á kostnað annars fólks og henni var nákvæmlega sama um umhverfið. Hún laug. Hún stal. Hún svindlaði og hún var almennt frekar siðferðislega veiklundð manneskja. Og sálufélaginn hennar er siðfræðiprófessor sem aldrei hefur getað annað en sagt satt. Henni tekst að sjálfsögðu að fá hann til að lofa að segja engum frá því að hún eigi ekki heima þarna og hann fer að kenna henni hvernig hún geti orðið betri manneskja.

Smám saman fara að koma sprungur í þennan fullkomna heim þar sem fólk er ekki einu sinni fært um að blóta því það er svo gott. Og allt er það vegna þess að ein ófullkomin manneskja er komin í heiminn.

Nánar

Hvað er svona merkilegt við það?

Eftir Prédikanir


Róttækur boðskapur
Hvort er áhrifameira að segja:

“Þú ert læknaður stattu upp og gakk” eða “vertu hughraustur. Þér er fyrirgefið”?

Ég held að fyrir okkur sé miklu minna mál að segja “þér er fyrirgefið”. Við vitum að það er gott að fyrirgefa, að það er bæði sjálfsagt og fallegt að reyna. Fyrir okkur er mun undarlegra og ótrúlegra að einhver segi: “Þú ert læknaður stattu upp og gakk”. Þar er svo augljóslega verið að tala um eitthvað yfirnáttúrulegt og skrítið. Kraftaverk. En að segja bara þér er fyrirgefið….Hvað er svona merkilegt við það?

Í því samhengi sem sagan gerist í var þó miklu eldfimara að segja að manninum væri fyrirgefið en að framkvæma einhver undur og stórmerki. Það gerðust hvort eð er oft svo undarlegir hlutir sem erfitt var að útskýra og fólk var opið fyrir því. Prédikarar voru á rölti um allt að lækna fólk og boða sína trú og Jesús var bara einn þeirra. En þegar hann segir að manninum sé fyrirgefið, og læknar hann þar með, þá fór hann yfir strikið! Með því var Jesús að fara inn á hættulegt svæði og gera sig guðlegan því aðeins Guð gat fyrirgefið og það var ekkert gert svona í einum grænum.

Þannig var nefnilega algeng trú hjá Gyðingum á þessum tíma (og er að einhverju leyti enn í dag) að orsök veikinda væri refsing Guðs fyrir brot og syndir.

Undir það getum við ekki tekið…eða hvað?

Var Jesús kannski að segja okkur eitthvað miklu merkilegra en að Guð fyrirgefi syndir með þessum gjörningi sínum? Var Jesús, sem er birtingarmynd Guðs hér á jörðu, kannski að segja okkur eitthvað enn mikilvægara sem skiptir sköpum fyrir okkur í dag? Nánar