Skip to main content
Monthly Archives

júlí 2018

Heilsa, góðverk og áföll – Prédikun í Grafarvogskirkju 29. júlí 2018

Eftir Prédikanir

Heilsa, góðverk og áföll

Fyrir nokkrum dögum rakst ég á nokkuð sem kallast jafnvægispróf Heilsufélagsins. Þessu prófi eða könnun er ætlað að meta andlegt og líkamlegt jafnvægi fólks. Ég tók þetta próf og það vakti athygli mína að ein spurningin var um það hvort og hversu reglulega ég gerði góðverk.

Þarna var það að gera góðverk metið sem jákvæður þáttur í andlegu og líkamlegu jafnvægi fólks. Þetta ætti reyndar ekki að koma á óvart því rannsóknir hafa sýnt að, það að gera góðverk geti aukið lífshamingju fólks.

Fyrir nokkrum mánuðum síðan tók ég þátt í rannsókn, sem verið  er að vinna, á áfallasögu kvenna. Þessi rannsókn er unnin á vegum Háskóla Íslandsog rannsóknarefnið er hvaða áhrif áföll hafa á heilsufar kvenna en öllum konum á Íslandi er boðið að taka þátt. Rannsóknin stendur enn yfir en ég var á fyrirlestri um daginn hjá dr. Unni Önnu Valdimarsdóttur, prófessori í læknadeild HÍ og þar kom fram að allt bendi til þess að áföll hafi ekki aðeins áhrif á heilsu kvennana sjálfra heldur einnig á komandi kynslóðir. Þannig geta áföll haft áhrif á meðgöngu fæðingaþyngd, fyrirburafæðingar o.fl.. Þetta gæti jafnvel þýtt að áföll kvenna geti haft áhrif á nokkrar kynslóðir. Sjálfsagt gildir eitthvað svipað um karla, því það er hægt að hafa áhrif á komandi kynslóðir með öðrum hætti en á meðgöngu og í fæðingu, og mögulega verður það einhvern tíma rannsakað.

Með sama hætti verður að teljast líklegt að ef það að gera góðverk geta aukið lífshamingju og bætt heilsu okkar þá geti það einnig haft áhrif á lífshamingju komandi kynslóða. Nánar