![](https://gudrunkarlshelgudottir.is/wp-content/uploads/2016/05/13043305_10209642725249805_5397297965146936872_n.jpg)
Unanfarin ár hef ég verið að skoða hversu mikið söfnuðurinn heyrir af því sem prédikarinn vill koma á framfæri. Það sem hefur komið mér mest á óvart er hversu ólíkar og fjölbreyttar guðsmyndir fólksins, sem sækir guðsþjónustur, eru. Það sem einnig hefur komið í ljós, og kemur reyndar ekki á óvart, er að því skýrari sem guðsmynd prédikarans er og því sterkari sem rauði þráðurinn í prédikuninni er, þeim mun líklegra er að fólk heyri það sem prédikarinn vill segja. Þessar rannsóknir eru hluti af frammhaldsnámi mínu í prédikunarfræðum.
Eitt aðal verkefni prédikarans, fyrir utan að lesa guðfræði og vera virk(ur) í samfélagi fólks, er að skoða og þróa sína guðsmynd og íhuga og prófa sig áfram í hvaða hugtök lýsa þeirri mynd eða myndum best.
Hlutverk prédikarans í dag er í mínum huga að heimfæra Biblíutexta og þannig hjálpa fólki að halda áfram að móta sína eigin trú og guðfræði og með því dýpka samband sitt við Guð. Hlutverk prédikarans getur aldrei verið að útskýra fyrir fólki hver eða hvað Guð er því myndir okkar eru ólíkar og ekkert sem styður að mynd prédikarans sé “réttari” en myndir þeirra er hlýða á prédikunina. Það getur jafnvel verið svo að guðsmyndirnar í kirkjunni séu jafn margar og ólíkar og fólkið sem þar er.
Eru þá allar guðsmyndir jafn réttar?
Svarið er einfalt: Já. Nánar
Nýlegar athugasemdir