Skip to main content
Monthly Archives

desember 2016

Hin raddlausu

Eftir Prédikanir


Fæðing á Landspítalanum
Um jólahátíðina fyrir nokkrum árum fékk ég þann mikla heiður að vera viðstödd fæðingu frænda míns. Ég hafði sjálf gengið í gegnum fæðingar og taldi mig því vel undirbúna til þess að vera til staðar fyrir móðurina. Svo þegar kom að fæðingunni var þetta ekki alveg eins og ég hafði búist við. Ég taldi að þar sem ég hafði sjálf fætt börn þá færi ég létt með að styðja aðra konu gegnum fæðingu. En þetta var býsna erfitt og um leið eitt það fallegasta og merkilegasta sem ég hef nokkurn tíma upplifað. Það erfiða var að ég gat svo lítið gert. Ég gat ekki tekið sársaukann frá móðurinni eða hjálpað henni við vinnuna. Vinnan var öll hennar og ég gat aðeins kvatt hana til dáða. En stundin, þegar ég horfði á barnið koma í heiminn, var töfrum fyllt. Að sjá manneskju líta dagsins ljós í fyrsta sinn, svo varnarlausa og viðkvæma getur ekki verið neitt minna en kraftaverk. Og þar sem ég stóð og horfði á ljósmóðurina taka á móti barninu og lyfta því upp varð ég eitt augnablik logandi hrædd um að það væri ekki allt í lagi með barnið. Léttirinn var því mikill þegar þegar drengurinn byrjaði að gráta og var lagður í fang móður sinnar.

Þetta var ekkert minna en kraftaverk.

Nánar