Skip to main content
Monthly Archives

júní 2016

Hrópandi hrædd í rússíbana

Eftir Prédikanir

Skelfing
Hefur þú einhverntíma orðið svo hrædd(ur) að þú hafir hrópað á Guð af öllum kröftum og beðið um hjálp? Ég hef lent í því oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Ég hef orðið hrædd, kvíðin, sorgmædd áhyggjufull og svo hef ég líka oft þráð svo innilega að eitthvað ákveðið gerðist að ég hef hrópað á Guð. Reynar hef ég yfirleitt bara hrópað innra með mér því ég er jú Íslendingur og við erum lítið fyrir að tjá tilfinningar okkar með miklum látum hér í okkar menningarheimi.

Síðast þegar ég hrópaði mjög hátt á Guð (innra með mér) var þegar ég fór í skelfilegan rússíbana fyrir stuttu og ég taldi nokkuð víst að ég myndi deyja í þeirri ferð. Skynsemin sagði mér að það væri kannski ekki líklegt að eitthvað kæmi fyrir rússíbanann (þó það gæti vel gerst) en ég hefði getað dáið úr hræðslu eða fengið hjartaáfall við þessa skelfilegu reynslu. Kannski finnst einhverjum hér þetta ekki merkilegt dæmi því
ykkur þykir rússíbanaeynsla skemmtileg en trúið mér, ég var skelfingu lostin í alvörunni. En ég hef líka lent í því að verða alvarlega hrædd um fólkið mitt, haft áhyggjur af börnunum mínum, fjölskyldumeðlimum og vinum á þann hátt að ég hafi þurft að hrópa á Guð. Mér þykir líklegt að þú hafir upplifað það líka. Og kannski líður þér einmitt þannig nú vegna einhverra aðstæðna í þínu lífi.

Ég hef ekki lent í sjávarháska en ég get rétt ímyndað mér þá skelfingu að vera hrædd um að skiptið sé að farast. En ég kannast nokkuð við flughræðslu og hún er ekkert grín. Nánar