Veislur
Nú þegar jólahátíðinni er nýlokið er vel við hæfi að ræða aðeins um veislur.
Hefur þú gaman að veislum? Ekki veit ég hvort þér finnist við hæfi að bjóða upp á margar sortir í veislum eins og henni Hnallþóru í bók Halldórs Laxness, Kristnihald undir jökli og býður gestum aldrei færri en 17 sortir eða hvort þú hafir kannski engan áhuga á veislum. Mögulega ert þú mest fyrir matarveislur, eða skemmtir þér best í brúðkaupsveislum. Kannski viltu frekar vera með fáum og nánum vinun og ert lítið fyrir margmenni. Kannski veistu ekkert skemmtilegra en að halda veislu og bjóða heim eða mögulega veistu ekkert verra en mannamót og kvíðir þeim mjög. Við höfum örugglega mörg hver fengið nóg af veislum og samkomum í bili, eftir jól og áramót enda er hversdagsleikinn iðulega jafn velkominn eftir hátíðarnar og hátíðir eru eftir langdreginn hversdagsleikann.
Við heyrðum áðan um veislu þar sem vínið kláraðist áður en gestirnir höfðu fengið nóg. Þetta var brúðkaupsveisla þar sem Jesús var staddur ásamt móður sinni og mögulega fleiri fjölskyldumeðlimum. Þegar vínið klárast kallar móðir Jesú á hann og biður hann að bjarga málunum. Nánar
Nýlegar athugasemdir