Prédikun flutt í Kirkjuselinu í Grafarvogi 18. október 2018
Er hægt að fyrirgefa fávitum?
Er hægt að fyrirgefa ofbeldisfólki, þeim sem nauðga, þeim sem brjóta á börnum með einhverjum hætti? Getum við fyrirgefið morðingjum eða þeim sem stela og eyðileggja? Getum við fyrirgefið þeim sem svíkja okkur og eða hafa okkur fyrir rangri sök?
Eigum við að fyrirgefa þessu fólki?
Hvað með okkur sjálf? Eigum við rétt á að fá fyrirgefningu þegar við sjálf svíkjum, erum vond við fólk eða gerum mistök?
Trú á fyrirgefningunni
Ég hef tröllatrú á fyrirgefningunni og er alveg sannfærð um að hægt sé að lifa lífi þar sem grunnsýnin er sú að okkur verði fyrirgefin mistök og misgjörðir og að við getum á sama hátt fyrirgefið öðru fólki það sem því verður á. En á sama tíma er fyrirgefningin afar flókið fyrirbæri og mér hefur ekki tekist að fyrirgefa öllum og ég veit að það er fólk í þessu samfélagi sem er ósátt við mig og mun jafnvel alltaf vera það vegna þess að ég hef valdið þeim vonbrigðum.
Kristin trú gengur að miklu leyti út á fyrirgefningu. Jesús Kristur er alltaf að boða það að við eigum að fyrirgefa hvert öðru og að við eigum að geta beðist fyrirgefningar. Trúin gerir nefnilega ráð fyrir því að við séum ófullkomnar verur sem gerum mistök og að okkur takist ekki alltaf neitt sérstaklega vel upp. En hann gerir einnig ráð fyrir að við biðjumst fyrirgefningar og að til þess að okkur verði fyrirgefið þá þurfum við að iðrast og viljum bæta fyrir brot okkar eða mistök. Nánar
Nýlegar athugasemdir