Prédikun 29. okt 2017
Orð frambjóðenda
Á föstudagskvöldið horfði ég á síðustu leiðtogaumræðurnar í sjónvarpinu fyrir kosningar og þar heyrði ég orð. Ég heyrði mikið af orðum. Mörg voru harkaleg og ókurteis. Flest voru hávær því það virtist eina leiðin til að ná í gegn. Mörg fjölluðu um framtíðarsýn flokkana en mörg fjölluðu líka um mistök og vonda sýn hinna flokkana. Mörg voru loforð eða viljayfirlýsingar flokka um það sem þau vilja gera að loknum kosningum.
Orð hafa dunið á okkur undanfarin mánuð af miklum krafti. Tökum við mark á þeim?
Hvernig er með verkin? Verða þau í samræmi við loforðin?
Orðin þín
Hvernig notar þú orðin þín? Eru þau stirð og fá eða eru þau mörg úti um allt? Áttu til mikið af fallegum orðum eða notarðu oft ljót orð? Áttu auðvelt með að koma orðunum þínum frá þér eða sitja þau föst. Nánar
Nýlegar athugasemdir