Skip to main content
Monthly Archives

október 2017

(Lof)orðin og systir bræðranna

Eftir Prédikanir

Prédikun 29. okt 2017

Orð frambjóðenda
Á föstudagskvöldið horfði ég á síðustu leiðtogaumræðurnar í sjónvarpinu fyrir kosningar og þar heyrði ég orð. Ég heyrði mikið af orðum. Mörg voru harkaleg og ókurteis. Flest voru hávær því það virtist eina leiðin til að ná í gegn. Mörg fjölluðu um framtíðarsýn flokkana en mörg fjölluðu líka um mistök og vonda sýn hinna flokkana. Mörg voru loforð eða viljayfirlýsingar flokka um það sem þau vilja gera að loknum kosningum.

Orð hafa dunið á okkur undanfarin mánuð af miklum krafti. Tökum við mark á þeim?

Hvernig er með verkin? Verða þau í samræmi við loforðin?

Orðin þín
Hvernig notar þú orðin þín? Eru þau stirð og fá eða eru þau mörg úti um allt? Áttu til mikið af fallegum orðum eða notarðu oft ljót orð? Áttu auðvelt með að koma orðunum þínum frá þér eða sitja þau föst. Nánar

Að elska í gegnum nálarauga

Eftir Prédikanir

Prédikun flutt í Kirkjuselinu í Spönd 15. október 2017

Hér er úlfaldi.
Hér er nál.
Getur þú komið úlfaldanum í gegnum nálaraugað?

Hér er þráður.
Hér er nál.
Getur þú komið þessum þræði í gegnum nálaraugað?
Já, það gekk með þráðinn en ekki úlfaldann.

Ætli það sé samt hægt að koma úlfaldanum í gegnum nálaraugað á einhvern hátt… Er til eitthvað „trix“ til sem við þekkjum ekki?

Mig langar að biðja þig að reyna að sitja eins þægilega og þú getur, með báða fæturna stöðuga á gólfinu og axlirnar afslappaðar. Ef þú vilt máttu loka augunum.

Þegar þú hugsar um sjálfa þig eða sjálfan þig, sérðu þá fyrir þér góða og fína manneskju…eða sérðu strax eitthvað fyrir þér sem þú þarft að bæta, laga? Þykir þér vænt um þig?

Ef þú hugsar nú um fólkið sem stendur þér næst, fjölskylduna þína, vini þína. Hvað sérðu fyrir þér? Finnst þér þetta fólk þurfa að bæta sig svolítið til þess að þér geti þótt vænt um þau? Þykir þér vænt um þau?

Sjálfsagt eru hugleiðingar ykkar eitthvað misjafnar en mér þykir ekki ólíklegt að þið eigið auðveldara með að láta ykkur þykja vænt um fólkið ykkar án skilyrða en um ykkur sjálf. Það er einhvern veginn þannig að við gerum yfirleitt mun meiri kröfur til okkar sjálfra en til annars fólks.

Getur verið að þú upplifir gallana þína á stærð við úlfalda en galla annars fólks á stærð við þráð sem auðvelt er að þræða í gegnum nálaraugað?

Nánar