Barnið í augnhæð
Eitt af því skemmtilegasta og besta sem ég geri er að skíra börn. Ég er svo þakklát fyrir að fá að vera með foreldrum og börnum við þessa stóru stund í lífinu þegar barnið er falið Guði og fjölskylda og vinir koma saman til þess að fagna tilvist þessarar nýju manneskju. Já og ekki er verra að fá að vera með þegar nafnið er nefnt í fyrsta sinn eins og enn er ríkjandi siður á Íslandi.
Um daginn var ég að skíra barn í heimahúsi og skírnarskálin var á afar lágu borði þannig að faðirinn, sem hélt á barninu undir skírn, byrjaði að beygja sig aðeins og svo aðeins meira, en fór að lokum alveg niður á hækjur sér og hélt þannig á barninu við skírnarskálina. Ég byrjaði líka á að beygja mig virðulega niður en fann fljótt að það var ekki að ganga og það endaði með því að ég var komin næstum því niður á hné og skírði barnið í þeirri stellingu. Þarna vorum við, faðir barnsins og ég á hækjum okkar á gólfinu, hann með barnið í fanginu og ég að ausa það vatni.
Þetta var eina aleiðin til þess að ná augnsambandi við barnið.
Það er nefnilega ekki hægt að ná augnsambandi við ungabarn nema að standa nálægt því og í sömu augnhæð og barnið.
Jesús í augnhæð
Hósíanna söng kórinn áðan af krafti en þetta voru einmitt fagnaðarorðin sem fólkið hrópaði þegar Jesús reið inn í Jerúsalem. En hann var þangað kominn til þess að halda upp á páskahátíðina. Nánar
Nýlegar athugasemdir