Prédikun flutt í Grafarvogskirkju 16. september 2018 út frá Lúk. 7: 11-17.
Þekkir þú einhverja manneskju sem hefur verið reist upp á frá dauðum? Við þekkjum vissulega flest sögur fólks sem hefur dáið eitt augnablik og komið aftur en hér er ég að tala um einhver sem eru sannarlega dáin og eru á leið í gröfina.
Ég hef í gegnum tíðina kynnst nokkuð af fólki sem hefur misst barnið sitt. Ég hef bæði kynnst því í gegnum starfið mitt sem prestur en líka persónulega í minni nánustu fjölskyldu. Ég hef séð og upplifað hvernig slíkur missir breytir öllu. Það er varla nokkuð skelfilegra til en að missa barnið sitt. Slík sorg getur haft miklar afleiðingar allt í kring, bæði á foreldrana sjálfa en líka á systkini, afa og ömmur, fjölskyldu og vini.
Þessi kraftaverkasaga sem við heyrðum hér í dag, um það þegar Jesús reisir son ekkjunnar frá dauðum er eiginlega kjaftshögg þeim sem misst hafa.
Hún er ekki til þess fallin að auka trú.
Í það minnsta ekki ef hún er skilin bókstaflega.
Af hverju reisir Jesús ekki við barnið mitt? Mömmu mína eða afa? Gerði hann þetta bara til að sýna hvað hann gæti og hætti svo? Nánar
Nýlegar athugasemdir