Lúther pönkari
Hugsið ykkur ef ég færi nú hérna út fyrir og myndi negla á útudyrahurðina hér í kirkjunni allt sem mér finnst vera óréttlátt og vont í kirkjunni. Eða kannski allt sem mér finnst vera óréttlátt á Íslandi, sem er alveg þó nokkuð. Ég hefði t.d. getað gert það fyrir kosningar.
Þú gætir líka gert þetta. Þú gætir t.d. farið og neglt upp á útidyrnar í skólanum þínum allt sem þú villt breyta vegna þess að þér finnst það vera ranglátt.
Haldið þið að þetta myndi vekja athygli?
Væri kannski sniðugra að skrifa facebookfærslu eða henda í nokkur tweet? Eða mögulega að skrifa pistil og setja á heimasíðu eða láta birta grein í blöðunum? Hvað með leikna auglýsingu í sjónvarpinu?
Í dag eru margar leiðir til þess að tjá skoðun sína, í það minnsta í okkar heimshluta þar sem málfrelsi ríkir. Og við sem kusum í gær vorum einmitt að segja skoðun okkar á því hvernig við viljum að samfélagið okkar sé og hvaða fólk við viljum að stjórni því fyrir okkur næstu árin. Reyndar getum við ekki kosið nákvæmlega það fólk og þær stefnur sem við vlijum í öllum málum en við getum kosið flokka sem eru búin að setja sér stefnu sem kemst næst því sem við viljum og svo er bara að vona að þetta gangi upp.
Nýlegar athugasemdir