Mikið væri ég þakklát ef við, svona um hásumar, fengjum eitthvað þægilegt og huggulegt guðspjall að vinna með. T.d. eitthvað um að elska náungann og Guð og um að við megum vera áhyggjulaus því þetta fari allt vel að lokum eða kannski bara eitthvað um að Guði elski okkur. Þetta er allt í guðspjöllunum og mér finnst ég ekkert vera að biðja um of mikið…
En nei, ég fæ þetta víst ekki uppfyllt þar sem ég á að leggja út frá einum furðulegasta guðspjallstexta kirkjuársins í dag. Um hásumar. Þið trúið því ekki hvað ég var nálægt því að velja bara eitthvað fallegt fyrir daginn í dag! En, ég ákvað þó að gera það ekki heldur halda mig við þetta erfiða guðspjall. Það er mikil áskorun fólgin í því og ég á erfitt með að taka ekki áskorunum. Og kannski er bara betra að heyra þetta guðspjall í björtu.
Sagan
Sagan er svona:
Ríkur maður hafði ráðsmann. Hann frétti að ráðsmaðurinn væri að sóa eigum hans. Hann kallaði ráðsmanninn fyrir sig, bað hann að útskýra mál sitt og tilkynnir honum að hann sé rekinn.
Ekki kemur fram hvað ráðsmaðurinn sagði en ljóst er að hann átti sér engar málsbætur því hann fer strax að sjá fyrir sér afleiðingar breytni sinnar. Hann veit að hann mun missa bæði vinnuna og orðsporið. Hann veit að engin manneskja muni vilja ráða hann í gott starf eftir þetta. Hann veit líka að hann er enginn maður í erfiðisvinnu enda hefur hann hingað til verið í þægilegri „innivinnu” og ekki getur hann hugsað sér að betla.
Nýlegar athugasemdir